Samtök sparifjáreigenda
Samtök sparifjáreigenda er félagsskapur almennra hlutabréfa- og sparifjáreigenda og hefur félagið þann tilgang að gæta hagsmuna fjárfesta gagnvart stjórnvöldum, stjórnmálamönnum, útgefendum hlutabréfa og annarra verðbréfa og fjölmiðlum og öðrum þeim sem áhrif geta haft á hag fjárfesta. Auk þess er samtökunum ætlað að efla áhuga og þekkingu á fjárfestingaleiðum og almennum sparnaði.
Úr samþykktum Samtaka sparifjáreigenda
Tilgangur Samtakanna er:
• Að gæta hagsmuna félagsmanna gagnvart stjórnvöldum, stjórnmálamönnum, útgefendum hlutabréfa og annarra verðbréfa, fjölmiðlum og öðrum þeim, sem áhrif geta haft á hag þeirra, er fjárfesta í hlutabréfum, verðbréfum og öðrum sparnaðarleiðum.
• Að efla áhuga og þekkingu almennings á mikilvægi frjáls sparnaðar og á leiðum til ávöxtunar sparifjár meðal annars með fjárfestingum í hlutabréfum og öðrum verðbréfum.
• Að vinna gegn því, að neikvæð ávöxtun sparifjár verði andlag beinnar eða óbeinnar skattlagningar.
Stjórn Samtaka sparifjáreigenda:
Bolli Héðinsson, formaður,
Sveinbjörn Björnsson, varaformaður
Soffía Hilmarsdóttir, ritari
Vilhjálmur Bjarnason, gjaldkeri
Svana Helen Björnsdóttir, meðstj.
Varamenn:
Jóhannes Benediktsson
Kristrún Heimisdóttir.