1. gr
Félagið heitir Samtök sparifjáreigenda. Heimili félagsins og varnarþing er í Reykjavík.
Samþykktir samtaka sparifjáreigenda
2. gr
Samtök sparifjáreigenda eru hagsmunasamtök almennra hluta- og sparifjáreigenda sem starfa án tillits til stjórnmálaskoðana eða fjárfestingar og sparifjáreignar félaga sinna, aldurs þeirra eða búsetu. Samtökin eru jafnframt Samtök fjárfesta.
Tilgangur samtakanna er:
• Að gæta hagsmuna félagsmanna gagnvart stjórnvöldum, stjórnmálamönnum, útgefendum hlutabréfa og annarra verðbréfa, fjölmiðlum og öðrum þeim, sem áhrif geta haft á hag þeirra, er fjárfesta í hlutabréfum, verðbréfum og öðrum sparnaðarleiðum.
• Að efla áhuga og þekkingu almennings á mikilvægi frjáls sparnaðar og á leiðum til ávöxtunar sparifjár m.a. með fjárfestingum í hlutabréfum og öðrum verðbréfum.
• Að vinna gegn því, að neikvæð ávöxtun sparifjár verði andlag beinnar eða óbeinnar skattlagningar.
3. gr
Tilgangi sínum hyggjast Samtökin einkum ná með því að:
• Efla skilning á gildi sparnaðar fyrir einstaklinga og þjóðfélagið í heild.
• Koma fram fyrir hönd hlutabréfa- og sparifjáreigenda gagnvart stjórnvöldum, stjórnmálamönnum, peningastofnunum, útgefendum hlutabréfa og annarra verðbréfa og öðrum aðilum í ræðu og riti til að sporna gegn hvers konar aðgerðum, sem eru til þessfallnar að rýra hag almennra hlutabréfa- og sparifjáreigenda.
• Knýja á um virkt eftirlit með því að hagsmuna smærri hluthafa í almenningshlutafélögum sé gætt í hvívetna og tryggt að þeim sé ekki mismunað til tjóns af þeim sem fara með stjórn félaga hverju sinni.
• Veita stjórn og stjórnendum almenningshlutafélaga uppbyggilegt aðhald með fyrirspurnum og tillögugerð á aðalfundum, m.a. um starfskjör og kaupréttarheimildir æðstu stjórnenda.
• Hafa vakandi auga með því, að reglur um verðbréfaviðskipti séu virtar m.a. hvað varðar innherjasvik, ekki síst í tengslum við gagnkvæm eignatengsl.
• Kæra ætluð brot á lögum eða reglum eða eftir atvikum reka í eigin nafni eða annarra að reka dómsmál til tryggingar því, að lögbundin réttindi félagsmanna séu virt, m.a. í samskiptum við stjórnvöld.
• Efla samband og samtakamátt hlutabréfa- og sparifjáreigenda m.a. með aðild að alþjóð-legum samtökum fjárfesta.
4. gr
Félagsmenn geta þeir orðið, sem eiga lögheimili hér á landi og hafa hagsmuna að gæta sem almennir sparifjáreigendur. Inntökubeiðni skal send stjórn félagins sem tekur hana fyrir. Félagsmaður nýtur fullra félagsréttinda eftir að nafn hans hefur verið fært í félagaskrá og félagsgjald verið greitt.
5. gr
Árgjald skal ákveðið á aðalfundi.
6. gr.
Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnum Samtakanna. Aðalfund skal halda fyrir lok aprílmánaðar ár hvert. Til hans skal boða með auglýsingu í dagblöðum eða á annan jafntryggan hátt með viku fyrirvara hið skemmsta. Afl atkvæða ræður úrslitum mála á aðalfundinum. Hver félagsmaður fer með eitt atkvæði enda sé hann skuldlaus við félagið a.m.k. þegar aðalfundur er auglýstur.
7. gr
Þessi mál skulu tekin til meðferðar á aðalfundi:
• Skýrsla stjórnar Samtakanna um störf á liðnu ári
• Stjórn Samtakanna leggur fram til afgreiðslu endurskoðaða reikninga þeirra.
• Kosning fimm manna í stjórn og tveggja til vara.
• Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna.
• Kosning endurskoðanda.
• Önnur mál.
8. gr
Almennir félagsfundir skulu haldnir þegar stjórn félagsins telur þörf eða eftir áskorun a.m.k. 10% fullgildra félagsmanna. Félagsfundi skal boða með a.m.k. 5 sólarhringa fyrirvara og þá með almennri auglýsingu í dagblöðum eða á annan jafn tryggilegan hátt. Löglega boðaður félagsfundur er ályktunarbær, en þó ekki um mál sem taka ber fyrir á aðalfundi Samtakanna sbr. 6. gr. samþykktanna.
9. gr.
Stjórn Samtakanna skal skipuð fimm félagsmönnum og tveimur til vara og skal hún kjörin árlega á aðalfundi Framboð til trúnaðarstarfa á vegum félagsins skulu berast stjórn þess minnst þremur sólarhringum fyrir aðalfund ásamt meðmælum 5 félagsmanna með þeim, sem bjóða vill sig fram til kjörs á aðalfundi. Þeir einir eru kjörgengir til stjórnarsetu, sem uppfylla hæfisskilyrði laga til setu í stjórn hlutafélags.
Stjórn Samtakanna skiptir með sér verkum og kýs úr sínum hópi formann, varaformann, ritara og gjaldkera.
10. gr
Stjórn Samtakanna ræður málefnum þeirra með þeim takmörkunum, sem samþykktir þessar setja. Stjórnin tekur nánari ákvarðanir um starfsemi Samtakanna og ber ábyrgð á fjárreiðum þeirra. Hún skuldbindur Samtökin gagnvart öðrum aðilum. Stjórn Samtakanna getur boðað til aukafunda í Samtökunum þegar hún telur þess þörf.
11. gr
Stjórninni er heimilt að ráða sérstaka aðstoðarmenn til ráðgjafarstarfa eftir því sem stjórnin telur nauðsynlegt varðandi framgang og útfærslu einstakra verkefna.
12. gr
Stjórn Samtakanna er heimilt að standa fyrir og/eða aðstoða við stofnun landsvæðafélaga sem hafa sambærilegan tilgang og Samtökin og sérstakra félaga, sem gæta hagsmuna tiltekins hóps sparenda t.d. hlutafjáreigenda, eigenda bankareikninga o.s.frv. Stjórninni er heimilt að gera þjónustusamning við ofangreind félög.
13. gr
Stjórnarfundur er ályktunarfær ef þrír stjórnarmenn sækja fund hið fæsta. Afl atkvæða ræður úrslitum á stjórnarfundum. Falli atkvæði jafnt ræður atkvæði formanns úrslitum.
14. gr
Stjórn Samtakanna ræður framkvæmdastjóra sem hefur það hlutverk að stýra daglegri starfsemi Samtakanna í samráði við stjórn. Framkvæmdastjórinn er talsmaður Samtakanna út á við um dagleg viðfangsefni, nema öðru vísi sé ákveðið af stjórn í einstökum málum. Framkvæmdastjóri, eða sá sem hann setur í sinn stað, kemur fram fyrir hönd Samtakanna fyrir dómstólum, hvort sem Samtökin höfða mál eða mál er höfðað gegn þeim. Stjórn samtakanna er heimilt að fela framkvæmdastjóra að reka mál fyrir hönd samtakanna til viðurkenningar á tilteknum réttindum félagsmanna eða lausnar undan tilteknum skyldum þeirra, enda hafi úrlausn þýðingu fyrir félagsmenn Samtakanna. Sama á við um kvartanir og kærur til stjórnvalda.
15. gr.
Fyrir marslok ár hvert skal framkvæmdastjóri og stjórn Samtakanna hafa lokið við reikninga þeirra fyrir næstliðið reikningsár og löggiltur endurskoðandi, kjörinn á aðalfundi skv. 6. gr. hafa endurskoðað þá.
16. gr
Tillögur til breytinga á samþykktum þessum skulu hafa borist stjórn Samtakanna í síðasta lagi viku fyrir auglýstan aðalfundartíma.
17. gr
Samþykktum þessum verður aðeins breytt á aðalfundi. Í fundarboði skal þess getið sérstaklega að tillaga til lagabreytinga verði tekin til meðferðar á fundinum og skal efni hennar lýst. Nái tillaga til lagabreytinga samþykki 9/10 hluta fundarmanna öðlast hún gildi.
sætir sömu meðferð og tillaga til breytinga á samþykktum þessum enda hafi hún áður hlotið samþykki stjórnar. Þannig upphaflega samþykkt á stofnfundi 1988 með síðari breytingum samþykktum á aðalfundum félagsins, síðast 2014
SAMTÖK SPARIFJÁREIGENDA