Umsóknareyðublað | Samþykktir SF | Stjórnin
Sparifé Sparifé Sparifé Sparifé
  • Fréttir
  • Viðburðir
  • Um okkur
  • Hafa samband
Sparifé Sparifé
  • Fréttir
  • Viðburðir
  • Um okkur
  • Hafa samband
Sep 28

Framtíðarvöxtur lífeyriskerfisins liggur erlendis

Þessa fyrirsögn valdi Morgunblaðið á frétt sína 28.9.2018 um fund Samtaka sparifjáreigenda um Óskalífeyrissjóð Íslendinga 27. september á Grand Hótel.

“Það er ekki aðeins æskilegt heldur beinlínis þjóðhagslega mikilvægt að hátt hlutfall eftirlaunasparnaðar okkar sé ávaxtað utan landsteinanna”, sagði Sigurður B. Stefánsson hagfræðingur á fundinum.  Bæði hann og hinn frummælandinn Svana Helen Björnsdóttir framkvæmdastjóri Stika, höfnuðu þeirri fullyrðingu sem heyrst hefur ítrekað á þessu ári að lífeyrissjóðirnir séu orðnir of stórir, í þeim skilningi að vera of stórir fyrir Ísland. Svana Helen sýndi heildarmynd af íslensku fjármálakerfi og raunhagkerfi þar sem pípulagnir kerfisins eru sýndar í formi efnahagsreiknings þar sem eign á einum stað er skuld á öðrum. Slík heildarmynd er gagnleg skilja jafnvægi kerfisins í heild. Sigurður vísaði í gagnagrunna um ávöxtun hlutabréfa í heiminum allt frá árinu 1800 til okkar daga og sagði það “grjótharða staðreynd” að bandarísk hlutabréf skiluðu mestri ávöxtun. Þess öruggustu mögulegu fjárfestingu yrðu íslenskir lífeyrissjóðir að nýta. Á fundinum var fjallað um aðferðafræði Norska lífeyrissjóðsins (áður nefndur olíusjóður) sem væri beitti vísindalegri nákvæmni í áhættugreiningu og fjárfestingum auk þess sem samfélagsleg ábyrgð væri skýr. Svana Helen sagði frá rannsóknum sínum við MIT háskólann á áhættugreiningu og smíði módela til að “hanna sig frá áhættu” sem væri öflugri aðferð en að beita stöðlum mæla fyrir um reglubundna hegðun en greindu ekki hættir í hegðun.

Nýlegar færslur

  • Aldrei aftur Kaupthinking
  • Fjármálavæðing á Íslandi í alþjóðlegu samhengi
  • Skrítin hegðun á íslenskum hlutabréfamarkaði?
  • Allt hefur breyst
  • Aldrei aftur

Samtök sparifjáreigenda | Þórunnartún 2, 105 Reykjavík | Sími: 825-6454 | Netfang: bolli@ru.is

Þetta vefsvæði notast við vafrakökur - Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun vafrakaka.Áfram