Næsti fundur 8. maí ber yfirskriftina Eigið fé úr engu – flétta bankablekkinga? Stefán Svavarsson endurskoðandi flytur framsögu um efnið, en hann og Jón Þ. Hilmarsson endurskoðandi, birtu grein í Viðskiptablaðinu um efnið í byrjun febrúar sl. sem sætir verulegum tíðindum og verðskuldar umræður. Í greininni færa þeir rök fyrir því að það sem Rannsóknanefnd Alþingis nefndi “veikt eigið fé” í skýrslu sinni frá árinu 2010 sé “eigið fé úr engu” og því ekki um rétta hugtakanotkun að ræða hjá RNA. Þetta vekur fjölmargar spurningar sem nú gefst tækifæri til að ræða. Vilhjálmur Bjarnason fv. alþingismaður setur málið í víðara samhengi og svarar m.a. spurningunni: Er búið að útiloka að slíkt verði endurtekið? Fundurinn verður haldinn í Odda stofu 101 í Háskóla Íslands og hefst kl.12 á hádegi og stendu til kl. 13.
May
04