Ráðstefnan Góðir stjórnarhættir í minni og meðalstórum fyrirtækjum verður haldin fimmtudaginn 27. október 2016 í Hörpunni. Tilgangurinn er að efla umræðu og upplýsingar um hvernig má efla góða stjórnarhætti í minni og meðalstórum fyrirtækjum.
Ráðstefnan er fyrir stjórnendur, eigendur og stjórnarmenn minni og meðalstórra fyrirtækja, hagsmuna- og þjónustuaðila og áhugafólk um góða stjórnarhætti.
Meðal þátttakenda eru: Georg Lúðvíksson, stofnandi og framkvæmdastjóri Meniga, Ingi Rúnar Eðvarðsson, prófessor og forseti Viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands, Helga Valfells, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs, Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi og framkvæmdastjóri Plain Vanilla, Páll Harðarson, forstjóri kauphallarinnar Nasdaq OMX á Íslandi og Eyþór Ívar Jónsson, forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar um stjórnarhætti.
Fyrsta skrefið í að efla góða stjórnarhætti í minni og meðalstórum fyrirtækjum er að efla umræðu um þarfir minni fyrirtækja fyrir góða stjórnarhætti. Það þarf að fara betur yfir hvaða hindranir eru í veginum og hvað hægt er að gera til þess að auðvelda minni fyrirtækjum að efla góða stjórnarhætti. Það hefur komið mörgum stjórnendum og eigendum minni fyrirtækja á óvart að góðir stjórnarhættir eru ekki kostnaðarsöm og tímafrek kvöð heldur möguleiki til þess að efla ákvarðanatöku og trúverðugleika til að skapa farsælt fyrirtæki. Þessi aukna umræða er þegar hafin og verkefni sem miða að því að auðvelda minni og meðalstórum fyrirtækjum að efla góða stjórnarhætti hafa verið sett í gang. Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti við Háskóla Íslands hefur að mörgu leyti verið leiðandi á undanförnum árum, með því að halda ráðstefnur, fundi, námskeið og stýra verkefnum, í að auka almenna umræðu um góða stjórnarhætti og mikilvægi þeirra. Þann 27. október 2016 verður haldin ráðstefna um góða stjórnarhætti í minni og meðalstórum fyrirtækjum sem er upphafið á auknum samræðum um mikilvægi góðra stjórnarhátta. Tilgangurinn er að skapa hreyfingu sem mun leiða vinnu sem miðar að því að auðvelda minni og meðalstórum fyrirtækjum að efla góða stjórnarhætti.
Comments are closed.