Góð mæting var á opinn fyrirlestur dr. James K. Galbraith sem hagfræðideild Háskóla Íslands og Samtök sparifjáreigenda stóðu fyrir í gær. Fyrirlestur Galbraiths, „The rise of inequality and the fall of Greece,” tók meðal annars á falli Grikklands og gaf Galbraith innsýn í það gríðarlega verkefni sem þarlend stjórnvöld stóðu frammi fyrir, ástæðum og ekki síst afleiðingum þeirra aðgerða sem gripið var til. Eins og áður sagði var þétt setinn bekkurinn á fyrirlestrinum sem góður rómur var gerður að, en íslenskir fjölmiðlar hafa fjallað um Galbraith síðustu daga.
Hér með fylgja nokkrir hlekkir á umfjöllun um heimsókn Galbraiths:
http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2016/06/14/segir_grisku_thjodina_nidurlaegda/
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/06/14/island_hafdi_getu_og_vilja/
http://www.visir.is/grikkjum-fornad-svo-adrir-laerdu-lexiu/article/2016160619378
Comments are closed.