Hin vel þekkti hagfræðingur og prófessor, James Galbraith, verður með opinn fyrirlestur á vegum Samtaka sparifjáreigenda í hádeginu þriðjudaginn 14. júní í hátíðarsal Háskóla Íslands. Galbraith, sem fæddur er 1952, lærði hagfræði við Harvard háskólann og háskólann í Cambridge og lauk doktorsprófi í hagfræði frá Yale háskóla árið 1981. Hann er nú prófessor við háskólann í Austin í Texas, er afar eftirsóttur fyrirlesari víða um heim og afkastamikill og virtur rithöfundur. Hann er meðal helstu frumkvöðla í rannsóknum á skiptingu auðs og tekna og hefur birt þrjár bækur um efnið. Hann gagnrýndi efnahagsstefnu bandarískra stjórnvalda fyrir fjármálahremmingarnar 2007-2008 og birti m.a. bókina Þjófríkið (Predator State). Undangengin ár hefur hann verið ráðgjafi grísku ríkisstjórnarinnar í samningum hennar við AGS og ESB um fjárhagsaðstoð og skuldaniðurfellingu.
Nánar má sjá um Galbraith í tenglum hér að neðan.
https://en.wikipedia.org/wiki/James_K._Galbraith
http://lbj.utexas.edu/directory/faculty/james-galbraith
Comments are closed.