Góð mæting var á opnum morgunverðarfundi sem Samtök sparifjáreigenda héldu á Hótel Sögu fimmtudaginn 21. janúar 2016, þar sem kynnt var skýrsla um lífeyrissjóði og hlutafélög sem unnin var fyrir samtökin. Í skýrslunni er farið ítarlega yfir stefnu lífeyrissjóðanna í fjárfestingum í fyrirtækjum, um fjárfestingar lífeyrissjóðanna og stjórnarsetur stjórnarmanna á árunum 2006 – 2008 og loks um fjárfestingar lífeyrissjóðanna og stjórnarsetur stjórnarmanna á árunum 2010 – 2015. Það var Benedikt Jóhannesson frá Talnakönnun sem kynnti niðurstöðurnar og ræddi þann vanda sem fylgir því að hafa lítinn innlendan hlutabréfamarkað.
Skýrslan hefur vakið verðskuldaða athygli enda afar margt forvitnilegt sem hún hefur leitt í ljós.
Áhugasamir geta kynnt sér efni hennar og hlaðið hana niður hér.