Þýsk samtök fjárfesta, DSW, íhuga nú mögulega málsókn gegn Volkswagen fyrirtækinu, á þeim grundvelli að fyrirtækið hafi dregið úr hömlu að upplýsa að fullu hlutafjáreigendur um stöðu mála hvað varðar svonefnt útblástursmál. DSW er hluti af samtökum evrópskra fjárfesta, Better Finance, en Samtök sparifjáreigenda eru meðlimir þeirra samtaka og er Bolli Héðinsson, formaður Samtaka sparifjáreigenda, stjórnarmaður í Better Finance. Í tengslum við mögulega ákvörðun DSW, er einstaklingum sem eiga hlutabréf í Volkswagen bent á að þeir geta nýtt sér liðsinnis DSW og verið þátttakendur þar.
Áhugasömum er bent á að fara á þessa vefslóð: http://betterfinance.eu/what-we-do/volkswagen/ Þar geta eigendur hlutafjár í Volkswagen skráð netfang sitt og fengið allar upplýsingar um næstu skref í málinu.