Fjármálaeftirlitið (FME) býður til opins morgunverðarfundar föstudaginn 21. ágúst í Gullteigi á Grand Hóteli. Á meðal ræðumanna verður Steven Maijoor, stjórnarformaður Evrópska verðbréfa og markaðseftirlitsins (ESMA), en hann gegndi áður stöðu forstjóra hollenska fjármálaeftirlitsins.
Húsið verður opnað kl. 8.00 með léttum morgunverði. Dagskrá hefst kl. 8.15 og stendur til kl. 10.00.
1. Opnun fundarins
Sigurveig Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri vettvangs- og verðbréfaeftirlits Fjármálaeftirlitsins
2. Steven Maijoor, stjórnarformaður Evrópska verðbréfa- og markaðs- eftirlitsins (ESMA), kynnir helstu áherslur þess árið 2015
Steven Maijoor er stjórnarformaður Evrópska verðbréfa- og markaðseftirlisins (ESMA) sem er sjálfstæð eftirlitsstofnun innan Evrópusambandsins. Markmið hennar er að vernda fjárfesta og tryggja örugga virkni fjármálamarkaða í sambandinu. Það gerir hún með því að smíða regluverk utan um fjármálamarkaði sambandsins og tryggja að það sé innleitt og haft eftirlit með hjá aðildarríkjum. Stjórn ESMA, sem Steven Maijoor leiðir, mótar stefnu þess um ákvarðanir um reglur og eftirlit á fjármálamarkaði Evrópu. Áður gegndi Maijoor starfi forstjóra fjármálaeftirlits Hollands sem, í tíð hans, efldi verulega við umfang sitt og eftirlit þar í landi. Maijoor var áður forseti viðskipta- og hagfræðideildar háskólans í Maastricht og á langan feril að baki við kennslu og rannsóknir. Hann er doktor í viðskiptahagfræði frá Maastricht háskóla, er kvæntur og á þrjú börn.
Comments are closed.