Samtök sparifjáreigenda vilja vekja athygli á fundi sem samtökin Ungir fjárfestar halda í næstu viku fund um fjárfestingar. Yfirskrift fundarins er „Hvernig byrja ég að fjárfesta?“ og verður hann haldinn í Háskólanum í Reykjavík miðvikudaginn 19. ágúst nk kl. 12:00.
Á fundinum mun Björn Berg, fræðslustjóri VÍB, fræða unga fjárfesta um hvernig þeir byrja fjárfestingar, hvað þarf að gera, hvert á að snúa sér, hversu mikið fé þarf í upphafsfjárfestingar og fleira í þeim dúr. Þá verður helstu spurningum fundargesta svarað.
Reiknað er með að fundurinn verði tekinn upp á myndband og hann síðar settur á netið.
Ungir fjárfestar var stofnað á síðasta ári og hefur þann tilgang að skapa vettvang fyrir faglega umræðu og tengsl milli félagsmanna og vekja áhuga ungs fólks á fjármálum, fjárfestingum, sparnaði og verðbréfamarkaði.
Comments are closed.