Bolli Héðinson, formaður Samtaka Sparifjáreigenda, lærði þýsku og fjölmiðlafræði við háskólana í Münster og München að loknu stúdentsprófi frá MH. Seinna lauk hann cand. oecon. prófi frá viðskipta- og hagfræðdeild HÍ, þjóðhagskjarna. Einnig lauk hann síðar MBA-prófi frá háskólanum í Rochester í New York.
Hann hefur fengist við ýmiss viðfangsefni í gegnum tíðina. Hann var blaðamaður á Dagblaðinu (DB); fréttamaður á Sjónvarpinu, hagfræðingur fyrir launþegasamtök, efnahagsráðgjafi ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar, hagfræðingur í erlendum viðskiptum hjá Búnaðarbankanum, fjármálaráðgjafi o.fl. Hann hefu m.a. setið í stjórn Euroshareholders í Brussel.
Soffía Hilmarsdóttir lauk cand. Oecon prófi frá viðskiptadeild Háskóla Íslands af endurskoðunarsviði. Hefur starfað á Skattsfofu Reykjavíkur, Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Dunedin á Íslandi ehf, Stika ehf og Orku Energy Services ehf eftir að námi lauk. Einnig tekið að sér sjálfstæð verkefni tengd fjármálum og bókhaldi.
Hefur einnig starfað að ýmsum félagsmálum m.a. sjálfboðaliði í heimsóknarþjónustu Rauða Krossins, í stjórn Barna – og unglingaráðs Víkings í handbolta og fótbolta og er nú í aðalstjórn Knattspyrnufélagsins Víkings.
Svana Helen Björnsdóttir, verkfræðingur stundaði nám í rafmagnsverkfræði við Háskóla Íslands og framhaldsnám við Technische Universität Darmstadt í Þýskalandi þaðan sem hún lauk Dipl.-Ing. meistaraprófi í raforkuverkfræði árið 1987.
Svana stofnaði fyrirtækið Stika árið 1992 og dótturfyrirtækið Stiki Ltd. í Bretlandi 2006. Svana er nú starfandi stjórnarformaður Stika en var áður forstjóri félagsins. Hún hefur setið í stjórnum ýmissa félaga og stofnana. Hún var formaður Samtaka iðnaðarins 2012-2014. Hún var einnig formaður stjórnar Akks SI og í framkvæmdastjórn og stjórn Samtaka atvinnulífsins á sama tíma. Svana hefur setið í stjórn Haga hf., Persónuverndar, Verkfræðingafélags Íslands, Samtaka sprotafyrirtækja, Skýrslutæknifélags Íslands og í háskólaráði Háskólans í Reykjavík. Svana er stjórnarformaður Manna og músa og á ennfremur sæti í stjórnum Landsnets, Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda, Vinnudeilusjóðs Samtaka atvinnulífsins, í Vísinda- og tækniráði, og í Hátækni- og sprotavettvangi sem er samráðsvettvangur stjórnvalda og atvinnulífs.